
Gluggar eru merkilega mikilvæg fyrirbæri. Fyrir utan auðvitað hið augljósta sem er að heypa inn birtu eru gluggar sem slíkir mikið prýði og veltur það ekki eingöngu á útsýninu. Fallegur gluggi er hönnunargripur einn og sér. Stílarnir eru mýmargir – allt frá hefðbundnum „gamaldags” gluggum upp í mínímalíska skúlptúra sem ljá húsnæðinu auka dýpt og gjörbreyta ásýnd þess og yfirbragði.
Mikilvægt er þó að haga stakki eftir vexti og taka mið af umhvefinu. Ef gott útsýni er til staðar er um að gera að hafa gluggana stóra og myndarlega. Ef glugginn snýr í hásuður verður jafnframt að taka tillit til þess. Á þessu sviði koma arkítektar sterkir inn en við hjá Glerborg kappkostum við að hjálpa viðskiptavinum okkar að fullnýta þá möguleika sem húsnæði hefur og hversu vel er hægt að útfæra gluggakostinn. Mikilvægt er jafnframt að átta sig á möguleikunum sem eru í boði. Gluggar hafa þróast mikið og fjölmargar lausnir í boði sem vert er að kynna sér.
Oftar en ekki eru gluggar notaðir sem hálfgerð listaverk og því fögnum við að sjálfsögðu og minnum á að það er enginn gluggi of stór eða lítill fyrir sérfræðinga okkar hjá Glerborg.
Við tókum saman nokkrar myndir sem sýna allar falleg rými þar sem gluggarnir njóta sín til hins ýtrasta.
Myndirnar eru fengnar af Pinterest.