×

FÁÐU AÐSTOÐ

FERLI PANTANA

1 Þú velur þér gler.
2 Glerið fer strax í framleiðslu.
3AFHENDING Þú kemur og sækir eða færð glerið sent.

Ef einhver vandamál koma upp varðandi gler frá okkur skaltu senda okkur tölvupóst glerborg@glerborg.is Takk fyrir!

OPNUNARTÍMAR

Mán-Föst 8:00 - 17:00
Lokað um helgar

Er kominn tími á gluggana?

Við bjóðum nú 40-50% afslátt af einangrunarglerjum út maí. Kíktu við í kaffi og ráðgjöf að Mörkinni 4 eða hafðu samband í gegnum bókunarsíðuna okkar hér. Með því að nota gasfylltu einangrunarglerin frá okkur eykst einangrunargildi glersins um nær 50% án þess að gegnsæi þess minnki á nokkurn hátt. Smelltu hér til að panta.

Útisvæði Petersen svítunnar í Gamla bíó

Eitt svalasta útisvæði landsins er staðsett á þaki Gamla bíós og kallast í daglegu tali Petersen svítan. Allt pallaefnið og klæðningar koma frá Glerborg en þar var notað hið stórsnjalla og viðhaldsfría efni Thermory sem Glerborg er með.

ALDA hotel á Laugavegi

Alda hótel þykir með þeim smartari en það er staðsett á Laugavegi og er einstaklega skemmtilega hannað í alla staði. Glerborg sá um glugga og hurðir og er ákaflega stolt af enda fátt skemmtilegra en að taka þátt í framúrskarandi verkefnum sem þessu. Ljósmyndir: Alda hotel

Hilton Canapy hótelið í Reykjavík

Hér gefur að líta annað hótelverkefni sem við erum einstaklega stolt af því að hafa tekið þátt í. Hilton Canopy tengir að mörgu leiti saman nýja og gamla hönnun hér á landi á einstaklega smekklegan og glæsilegan hætt. Glerborg sá um glugga og hurðir. Ljósmyndir: Hilton Canopy

ION hótel Laugavegi

Þau eru mörg og merkileg verkefnin sem Glerborg tekur þátt í. Allt frá stórum nýbyggingum niður í litla spegla… ekkert verk er of stórt né smátt fyrir okkur. Meðal þeirra verkefna sem við erum einstaklega stolt af því að hafa tekið þátt í er ION hótelið á Laugavegi. Einstaklega falleg og glæsilega hönnuð bygging sem

Storm hotel í Þórunnartúni

Það er alltaf gaman að taka þátt í metnaðarfullum og skemmtilegum verkefnum eins og Storm hotel í Þórunnartúni er. Glerborg sá um smíði glugga og hurða og verður ekki annað sagt en að vel hafi tekist til. Einstaklega fallegt hótel sem vert er að skoða… Ljósmyndir: Storm hotel
Konsúlat hótelið í Hafnarstræti 17-19 eða „straujárnir” eins og það er líka kallað er með glæsilegri byggingum landsins. Það eru ekki síst gluggarnir sem gera það stórfenglegt og það er með miklu stolti sem við tökum heiðurinn af þeim. Ljósmynd: Reykjaví Konsúlat hótel

Lokum vegna leiks Íslands og Nígeríu

Kæru viðskiptavinir – við höfum ákveðið að loka dyrunum klukkan 14.30 vegna landsleiks Íslands og Nígeríu á HM. Þetta á að sjálfsögðu við föstudaginn 22. júní. Við væntum þess að flestir skilji þessa ákvörðun okkar enda verður þorri þjóðarinnar fyrir framan sjónvörpin eða á bæn á þessum tíma. Megi gæfan fylgja okkur… Áfram Ísland! Ljósmynd:

Háskólinn á Akureyri

Fallegar byggingar eru nauðsynlegar umhverfi okkar og hér gefur að líta hina sérlega fallegu byggingu sem hýsir Háskólann á Akureyri. Hvert smáatriði er úthugsað og hún sómir sér vel í ægifögru umhverfi sínu. Hér er um að ræða hönnun arkíktektastofunnar Gláma Kím og að venju er þeirra hönnun í sérflokki. Glerborg sá um alla glugga

Vel heppnuð breyting í Hátúni

Handrið úr gleri geta miklu breytt eins og meðfylgjandi myndir sýna. Hér gefur að líta svalahandrið eins og það var og síðan myndir að breytingum loknum. Húsfélagið valdi skúffu og gler frá Glerborg og þar sem vindálag er mikið í þessari hæð er þykkt glersins 24 mm. Myndirnar tala sínu máli og ljóst er að

Tvöfalt gler á tilboði í maí

Er kominn tími á að skipta um rúður? Við bjóðum upp á tímamóta tilboð í maí þar sem allt tvöfalt gler verður með 40-50% afslætti hjá okkur. Ef það er einhvertíman rétti tímin til að skipta um gler þá er það kárleg núna. Smelltu hér til að panta.

Glerborg í heimspressunni

Það er alltaf gaman að sjá þegar falleg hönnun vekur heimsathygli – ekki síst þegar við hjá Glerborg erum svo heppin að eiga þátt í henni. Þessi glæsilegi sumarbústaður var hannaður af Glámu Kím og það er eiginlega fátt hægt að segja annað en að hann er stórkostlegur í alla staði. Glerborg sá um alla
TOP