
Þeir eru ófáir húseigendurnir sem hafa eytt ómældum tíma í sumar að mála gluggapóstana heima við. Mikið getur mætt á þeim þegar snjór og klaki liggur lengi á gluggapóstunum. Gluggapósta úr getur þurft að mála annað hvert sumar og því mikil vinna og tími sem fer í það. Þeir sem vilja nota tímann sem fer í málningarvinnuna í eitthvað annað ættu að skoða PVC glugga frá Glerborg.
PVC gluggarnir eru viðhaldsfríir og því þarf ekki að mála þá. Þeir eru sérlega fallegir og margir arkitektar vilja ekki sjá neitt annað í ný hús eða hús sem þeir gera upp. Þeir standast íslenska veðráttu frábærlega og ekkert sér á þeim eftir margra ára notkun.
Þeir sem hafa einu sinni prófað PVC glugga vilja ekkert annað enda margt skemmtilegra sem fólk tekur sér fyrir hendur en viðhald glugga annað hvert ár.
Við hjá Glerborg getum aðstoðað við allt ferlið, allt frá því að mæla gluggana, framleiða þá og setja upp. Komdu við í Glerborg, Mörkinni 4 og ræddu við sérfræðinga okkar um hvaða lausnir henta þér. Það er opið hjá okkur milli kl. 8 og 17 alla virka dagana og við höfum ráð undir rifi hverju.