
Eitt af því sem miklu skiptir að sé í lagi eru gluggarnir. Það er kunnara en frá þurfi að segja að gluggar eru ákaflega mikilvægir. Auk þess að hleypa birtu inn í hús veita þau líka vörn fyrir veðuröflunum. Þeir veita skjól frá umhverfishljóðum og halda hitanum inni og kuldanum úti. Því er ekki að að ósekju að margir leita eftir vönduðum gluggum sem allt í senn veita vörn fyrir veðri og vindum, eru hlýir og þurfa lágmarksviðhald.
Glerborg býður gott úrval glugga úr timbri, áli og plasti. Þeir eru hannaðir fyrir fimbulkulda og hávaðarok enda ekki vanþörf á hér á landi. Því til staðfestingar hefur Nýsköpunarmiðstöð Íslands slagveðursprófað gluggana okkar.,
Hvort sem þig vantar óglerjaða gluggaramma til ísetningar í steypumót eða glerjaðar byggingareiningar, tilbúnar til ísetningar á byggingarstað færðu gluggana hjá okkur.
Glerborg býður upp á mikið úrval tré- og áltrésglugga frá HCTC í Litháen og alþjóðlega iðnfyrirtækinu Schüco.
Einangrunargildi tréglugganna frá HCTC er mjög gott og nýtist vel þar sem miklar kröfur eru gerðar til prófaðra og vottaðra glugga. Þeir sameina hlýleika viðar, lítið viðhald og vörn gegn veðri.
Fyrirtækið Schüco er margverðlaunað fyrir hönnun sína á gluggum og hurðum fyrir bæði heimili og fyrirtæki. Vörur þeirra má finna í stórhýsum víða um heim.
Kíktu til okkar í Glerborg og láttu sérfræðingana okkar ráðleggja þér. Úrvalið kemur þér á óvart.