
Við hjá Glerborg erum stolt af vöruframboði okkar. Við bjóðum lausnir við allra hæfi og ótrúlega breitt vöruúrval, eins og við höfum áður bent á. Heimasíða okkar er gullnáma af hugmyndum og upplýsingum og gefur góða mynd af vöruúrvali og þjónustu okkar. Við bjóðum einnig upp á sérpantanir og erum dugleg við að hugsa út fyrir boxið til að finna lausn á viðfangsefnum viðskiptavina okkar. Komdu við í heimsókn í Mörkinni 4 og skoðaðu glæsilegan sýningarsal okkar. Það er opið frá 8-17 alla virka daga og alltaf er heitt á könnunni.
Þeir sem skoða heimasíðu okkar sjá fljótt að þó aðalsmerki okkar séu gler og gluggar er það aðeins brot af úrvali okkar. Við höfum boðið upp á gler, glugga, glerslípun og speglagerð allt frá 1922. Tússtöflurnar okkar eru ótrúlega vinsælar enda smekklegur og snyrtilegur valkostur við hvítu ál tússtöfflurnar. Glerið í tússtöflurnar getur þú fengið í ótal útfærslum og þeirri stærð sem hentar þér. Það er stuttur afgreiðslufrestur hjá okkur í Glerborg.
Hurðir, viður og pallaefni er líka til í góðu úrvali hjá okkur og við bjóðum ýmsa þjónustu sem við kemur verkinu. Við getum líka bent á frábæra samstarfsaðila til að skriður komist á framkvæmdirnar þínar.
Hér á heimasíðunni er líka hlekkur á bæklinginn okkar. Smelltu hér til að skoða bæklinginn – hann á vafalaust eftir að veita þér innblástur.
Þegar hugmyndin er fædd skaltu líta til okkar í Mörkina, spjallaðu við einn okkar frábæru sérfræðinga yfir kaffibolla og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig. Það er opið milli kl. 8 og 17 alla virka daga.