
Glerborg býður hágæðavörur á hagstæðu verði. Engin verk eru of stór eða of smá fyrir okkur. Hvort sem um er að ræða nýja rúðu í útidyrahurð eða gluggar í heilt hótel kemur þú aldrei að tómum kofanum hjá okkur. Í maímánuði buðum við frábæran afslátt af gleri og má með sanni segja að viðtökurnar hafi verið frábærar. Það verða því margir sem sjá mun skýrar á næstunni þökk sé glerinu frá Glerborg.
Mörg stór verkefni eru í gangi í miðbæ Reykjavíkur nú um stundir. Þannig er til dæmis stækkun á Hótel Öldu langt komin. Glerborg er stolt af því að koma að því verkefni á myndarlegan hátt. Stækkunin á Hótel Öldu er sérlega glæsileg þar sem eldra hús sem fellur vel að götumyndinni er stækkað og hækkað og breytt svo það nýtist í hótelrekstri. Mikill sómi er að framkvæmdinni.
Þá er nýtt hótel við Hljómalindarreitinn í byggingu og Glerborg hefur útvegað Schuco álglugga í það hótel. Það sem helst vekur athygli við hótelið er hve skemmtilega hönnunin talast á við þá borgarmynd sem þegar er til staðar í miðbænum og fellur vel að götumyndinni. Þá hafa forsvarsmenn keppst við að endurvekja það líf sem var til staðar í Hjartagarðinum og verður gaman að sjá hvernig til tekst.
Glerborg hefur aðkomu að fleiri verkefnum í miðborginni sem við hlökkum til að kynna frekar á næstunni. Hvert sem umfang framkvæmda þinna er hefur Glerborg ráð undir rifi hverju. Líttu við í glæsilegum sýningarsal okkar í Mörkinni 4 og ræddu við sérfræðinga okkar um hvernig við getum aðstoðað þig.