
Hamrað gler á sér langa sögu sem má rekja allt aftur til tíundu aldar þegar það var þróað sem nokkurs konar mótsvar við veglega skreyttum kirkjugluggum. Hamrað gler er einn af þessum fastapunktum sem eru ýmist í tísku eða ekki. Það hefur ávalt verið vinsælt í hurðir en undanfarin ár hefur það vikið þó nokkuð fyrir sandblásnu gleri. Það stendur þó allt til bóta því hamrað gler er að sækja í sig veðrið og sést nú æ víðar í fagtímaritum og hjá þeim er marka strauma og stefnur. Það er því ljóst að hamrað gler er að koma aftur enda býður það upp á töluvert fleiri möguleika en sandblásið gler sem við erum líka mjög hrifin af.
Hamrað gler býður upp á allt aðra áferð en sandblásna glerið, þú getur valið sjálf/ur hversu mikið sést í gegnum það, auk þess sem það hleypir betur í gegnum sig birtu. Fyrir þá sem eru að leita að hömruðu gleri bendum við á veglegt úrval okkar sem spannar yfir þrjátíu tegundur. Úrvalið er hægt að nálgast hér.
Hér er frekar gróft hamrað gler notað í rennihurðir sem minna helst á gamlar hlöðuhurðar. Nokkuð mikill grófleiki sem kemur skemmtilega út.
Einstaklega stílhreint og flott.
Hér er glerið notað til að búa til skemmtileg skilrúm sem brjóta upp rýmið og stúka það betur af.
Hér er skrifstofurými stúkað af með hömruðu gleri sem kemur virkilega vel út.