×

FÁÐU AÐSTOÐ

FERLI PANTANA

1 Þú velur þér gler.
2 Glerið fer strax í framleiðslu.
3AFHENDING Þú kemur og sækir eða færð glerið sent.

Ef einhver vandamál koma upp varðandi gler frá okkur skaltu senda okkur tölvupóst glerborg@glerborg.is Takk fyrir!

OPNUNARTÍMAR

Mán-Föst 8:00 - 17:00
Lokað um helgar

Glerborg

Glerborg

HÖFUÐBORG GLERSINS

565 0000
Email: glerborg@glerborg.is

Glerborg
Mörkinni 4, 108 Reykjavík

Open in Google Maps
HRINGDU NÚNA: 565 0000
  • SUPPORT
  • PANTA
  • FRÉTTIR
    • FRÓÐLEIKUR
    • VERKEFNI
  • VÖRUR
    • GLER
    • GLUGGAR & HURÐIR
    • SPEGLAR
    • SVALALOKANIR
    • THERMORY VIÐUR
    • TILBOÐ
    • ÝMSAR VÖRUR
  • ÞJÓNUSTA
  • UM OKKUR
    • SKILMÁLAR
  • STAÐA PÖNTUNAR
SKOÐABÆKLING
  • Home
  • Síður – Allar greinar
  • Fréttir
  • MÝTAN UM GLERIÐ SEM RENNUR TIL EKKI RÉTT

MÝTAN UM GLERIÐ SEM RENNUR TIL EKKI RÉTT

by Glerborg / Friday, 20 November 2015 / Published in Fréttir

Margir líta enn á það sem staðreynd að gler sé í raun afar þykkur vökvi sem renni til í áranna rás. Þessi kenning er talin hafa orðið til þegar gluggar í gömlum kirkjum í Evrópu voru skoðaðir og í ljós kom að glerið var áberandi þykkara neðst. Tilgátan var þá sú að glerið hefði runnið til, þynnst efst en þykknað neðst.

Við hjá Glerborg þekkjum gler betur en margir og vitum að þetta er ekki alveg það sem gerðist. Þó að það sé að mörgu leyti skemmtileg hugmynd að glerið renni til á einhverjum árhundruðum er staðreyndin engu að síður aðeins önnur.

Til að átta okkur á því hvernig það vill til að gler í gömlum húsum er stundum þykkara neðst þurfum við að skoða hvernig glergerðarmenn þess tíma bjuggu til rúður. Þeir höfðu ekki alveg sömu tækni og við höfum í dag, enda rúðurnar ekki jafn einsleitar og þær sem við hjá Glerborg framleiðum fyrir landsmenn.

Glerdiskur skorinn í rúður

Staðreyndin er sú að rúðurnar voru ekki einsleitar og jafn þykkar, tæknin var einfaldlega ekki svo góð. Elstu rúðurnar sem enn eru óbrotnar voru gerðar þannig að glergerðarmenn hituðu gler, flöttu það út og snéru því nægilega hratt til að það flæddi í stóran kringlóttan disk. Diskurinn var almennt þykkastur næst miðjunni en þynnri nær köntunum.

Kringlótta glerið var skorið niður til að passa í glugga og varð mis þykkt eftir því hvar á diskinum rúðan sem skorin var út var. Hér má sjá mynd af glerdiski sem sýnir hvernig skornar eru margar rúður úr hverjum diski. Þeir sem komu glerinu fyrir í kirkjum eða öðrum byggingum tóku svo yfirleitt þá afar skynsamlegu ákvörðun að hafa þykkari hluta glersins neðst en þann þynnri efst.

Staðreyndin er sú að gler er ekki vökvi og hegðar sér ekki eins og vökvi, nema það sé hitað upp fyrir bræðslustig glersins. Bræðslustigið er mjög misjafnt eftir samsetningu glersins, en er í minnsta lagi um 500°C, sem er heldur hærri hiti en búast má við að gler í glugga þurfi að upplifa. Sérstaklega á Íslandi þar sem við erum heppinn ef hitinn fer í 20 gráður.

20 milljón ára sönnunargögn

Vísindamenn hafa sannað rækilega að ekkert er til í því að gler renni til með því að greina 20 milljón ára gamalt raf, steingerða trjákvoðu sem deilir lykileiginleikum með gleri. Niðurstaða þeirra var að á þessum 20 milljón árum sem rafið hafði verið til hafði það ekki runnið til eina agnarögn.

Þeir sem enn trúa því að gler renni nægilega mikið til á nokkrum öldum til að hægt sé að sjá muninn með berum augum geta borið saman linsurnar á gömlum sjónaukum. Ólíkt rúðuglerinu gamla má ekki sjá neinn mun á þeim þó linsurnar séu margar hverjar eldri en gömlu rúðurnar.

Við hjá Glerborg notum talsvert þróaðri aðferðir en glergerðarmenn fyrr á öldum og látum listamönnum eftir að búa til rúður með því að snúa diskum af hituðu gleri. Ef þig vantar gler eða nýja glugga kynntu þér úrvalið hjá okkur. Þú getur verið viss um að nýju rúðurnar munu ekki leka til. Að minnsta kosti ekki næstu 20 milljón árin.

  • Tweet
Tagged under: Gler, Gluggar, Mýta

What you can read next

LAGAÐU GLUGGA FYRIR HAUSTIÐ
SPEGLAR FRÁ GLERBORG Í GLÆSIÍBÚÐ VIÐ MÝRARGÖTUNA
FÁÐU ÞÉR NÝJAN SPEGIL FYRIR JÓLIN

portfolio

Við erum á facebook

Glerborg

1 vika síðan

Glerborg
Fullkomin lausn á svalirnar eða stigapallinn. 😁Vantar þig aðstoð við að velja rétta glerið? Hafðu samband eða kíktu á okkur í Mörkina. 👌 ... Sjá meiraSjá minna

Video

Skoða á facebook
· Deila

Share on Facebook Share on Twitter Share on Linked In Share by Email

Glerborg

1 mánuður síðan

Glerborg
Frá þér, til þín. 🥰Átt þú ekki skilið eitthvað fallegt fyrir jólin? 😍❤Hafðu samband eða kíktu á okkur í Mörkina, við hjálpum þér að finna jólagjöfina þína. 🎁 ... Sjá meiraSjá minna

Mynd

Skoða á facebook
· Deila

Share on Facebook Share on Twitter Share on Linked In Share by Email

Glerborg

2 mánuðir síðan

Glerborg
Ertu að endurnýja? 📣 25% afsláttur af✨ Stigaglerjum✨ Speglum ✨ SturtuglerjumAfslátturinn gildir út nóvemberHafðu samband eða kíktu á okkur í Mörkina og við hjálpum þér að finna hvað hentar þér! ... Sjá meiraSjá minna

Mynd

Skoða á facebook
· Deila

Share on Facebook Share on Twitter Share on Linked In Share by Email

Glerborg

3 mánuðir síðan

Glerborg
25% afsláttur af✨ Speglum ✨ Sturtuglerjum ✨ StigaglerjumHafðu samband eða kíktu á okkur í kaffi í Mörkinni! ... Sjá meiraSjá minna

Mynd

Skoða á facebook
· Deila

Share on Facebook Share on Twitter Share on Linked In Share by Email

Glerborg

3 mánuðir síðan

Glerborg
25% afsláttur af öllum:🌕 Speglum🌕 Sturtuglerjum 🌕 Stigahandriðumút október! Kíktu á okkur eða hafðu samband og við finnum fallega lausn fyrir þitt heimili. ... Sjá meiraSjá minna

Mynd

Skoða á facebook
· Deila

Share on Facebook Share on Twitter Share on Linked In Share by Email

Nýlegar greinar

  • Er kominn tími á gluggana?

    Við bjóðum nú 40-50% afslátt af einangrunargler...
  • Útisvæði Petersen svítunnar í Gamla bíó

    Eitt svalasta útisvæði landsins er staðsett á þ...
  • ALDA hotel á Laugavegi

    Alda hótel þykir með þeim smartari en það er st...
  • Hilton Canapy hótelið í Reykjavík

    Hér gefur að líta annað hótelverkefni sem við e...

Vörur og þjónusta

  • SKILMÁLAR
  • ELDHÚSGLER
  • PVC-GLUGGAR OG HURÐIR
  • ÁLGLUGGAR OG ÁLHURÐIR
  • SPEGLAR
  • SÓLVARNARGLER
  • SVALALOKANIR
  • TÚSSTÖFLUR

KÍKTU Á ÞETTA

  • SKILMÁLAR
  • ELDHÚSGLER
  • PVC-GLUGGAR OG HURÐIR
  • ÁLGLUGGAR OG ÁLHURÐIR
  • SPEGLAR
  • SÓLVARNARGLER
  • SVALALOKANIR
  • TÚSSTÖFLUR

Fréttabréf Glerborgar

Skráðu þig á póstlista Glerborgar og fáðu sendar fréttir og tilboð.

HAFÐU SAMBAND

565 0000
Netfang: glerborg@glerborg.is

Glerborg
Mörkinni 4, Reykjavík.

Opið:
Mánudaga - Fimmtudag 8-17
Föstudaga 8-16

Sjá í Google kortasjá

Glerborg

over a year agoTússtöflur frá Glerborg er góðar fyrir upptekna námsmenn https://t.co/X05Qewhxnn
Follow @Glerborg
  • GET SOCIAL
Glerborg

© 2016 Allur réttur áskilinn. Glerborg.

TOP