ELDVARNARGLER
Eldvarnargler er til sem uppfyllir bæði A og F kröfur eldvarna. Gler í A flokki er laggler og samanstendur af þremur glerskífum samlímdum með óbrennanlegu efni sem kvoðnar út við hita frá eldi, kristallast og myndar þannig eldtefjandi og hitaeinangrandi eldvörn. Gler í F flokki er auk vírglers, hert gler sem þolir álag elds um tilskilinn tíma 30 – 120 mínútur.
Glerið heftir eld en hleypir í gegn hitageislum. Báðar tegundir, að undanskyldu vírglerinu, hafa stærðartakmörk umfram aðrar glertegundir. Stærsta stærð er 120 x 200 cm.