×

FÁÐU AÐSTOÐ

FERLI PANTANA

1 Þú velur þér gler.
2 Glerið fer strax í framleiðslu.
3AFHENDING Þú kemur og sækir eða færð glerið sent.

Ef einhver vandamál koma upp varðandi gler frá okkur skaltu senda okkur tölvupóst glerborg@glerborg.is Takk fyrir!

OPNUNARTÍMAR

Mán-Föst 8:00 - 17:00
Lokað um helgar

HLJÓÐEINANGRUNARGLER

Víða er hljóðeinangrun mikilvæg og getur skipt máli. Hún getur verið nauðsynleg t.d. ef húsnæði er við fjölfarna umferðaræð og menn vilja losna við umferðarnið. Á mörgum vinnustöðum er líka nauðsynlegt að vera með aflokað rými sem er hljóðeinangrað þar sem fólk getur rætt saman viðkvæm mál eða trúnaðarmál án þess að hafa áhyggjur af því að til þeirra heyrist.

Glerborg hefur tekið að sér verkefni þar sem mikil áhersla var lögð á hljóðeinangrun, að lágmarki 38 desíbil raunar auk þess sem óskað var eftir því að skrifstofurýmið væri bjart og opið.

Útkoman var vægast sagt ánægjuleg og kom það fram hjá starfsmönnum að þeir hreinlega tryðu því varla hversu vel til hefði tekist með hljóðeinangrun. Nú geta starfsmenn áhyggjulaust rætt trúnaðarmál inni á skrifstofum sínum. Áður en framkvæmdir hófust var mjög hljóðbært á vinnustaðnum sem hafði ýmis vandkvæði í för með sér en nú eftir að hljóðeinangruðu veggirnir voru settir upp væri þetta allt annað líf á skrifstofunni.

Komdu í heimsókn til okkar og fáðu aðstoð frá sérfræðingum okkar ef þú þarft að setja upp hljóðeinangrun.VINNUM SAMAN

AÐ BESTU LAUSNINNI FYRIR ÞIG

HAFÐU SAMBAND

Mörkinni 4, 108 Reykjavík

565 0000

glerborg@glerborg.is
glerborg.is

TOP