×

FÁÐU AÐSTOÐ

FERLI PANTANA

1 Þú velur þér gler.
2 Glerið fer strax í framleiðslu.
3AFHENDING Þú kemur og sækir eða færð glerið sent.

Ef einhver vandamál koma upp varðandi gler frá okkur skaltu senda okkur tölvupóst glerborg@glerborg.is Takk fyrir!

OPNUNARTÍMAR

Mán-Föst 8:00 - 17:00
Lokað um helgar

STURTUKLEFAR OG STURTUSKILRÚM

Yfirbragð baðherbergisins léttist ef sturtuklefinn er úr gleri því gegnsæir sturtuveggirnir auka rýmiskenndina.
Við í Glerborg bjóðum allskonar staðlaðar lausnir og eins sérsmíðum við sturtuklefa eða sturtuhurðir úr gleri eftir hentugleikum hvers og eins. Gler er auðveldara að þrífa en mörg önnur efni. Það rispast síður og getur auðveldlega litið eins út áratugum saman.

Hægt er að bjóða upp á margvíslega möguleika í niðurröðun á sturtuveggjum og hurðum og eru glerveggirnir gæðavottaðir eftir alþjóðlegum stöðlum. Við mætum mismunandi óskum um stærð og eiginleika. og hurðirnar geta verið rennihurðir eða opnanlegar. Einnig eigum við gott úrval að fallegum festingum, lömum og hnúðum.

Fáðu upplýsingar hjá okkur um fjölbreytta möguleika.  Skoðaðu festingar fyrir sturtuklefa og sturtuskilrúm hér

  VINNUM SAMAN

  AÐ BESTU LAUSNINNI FYRIR ÞIG

  HAFÐU SAMBAND

  Mörkinni 4, 108 Reykjavík

  565 0000

  glerborg@glerborg.is
  glerborg.is

  TOP