
Ætlar þú að nota tímann í vetur til að taka baðherbergið í gegn? Skoðaðu sturtuklefana frá Glerborg. Þeir nýta plássið sérlega vel og eru bæði stílhreinir og fallegir.
Það færist í vöxt að fólk vilji sleppa baðkörunum, sem eitt sinn þóttu ómissandi á hverju baðherbergi. Í dag er sturtuklefinn notaður daglega, en baðkarið mun sjaldnar.
Gengið beint inn í sturtuna
Margir fara þá leið að nýta svipað pláss fyrir sturtuna og baðkarið tók áður, og setja upp opna sturtu sem skýlt er af glerveggjum svo hægt sé að ganga beint inn í sturtuna. Aðrir halda baðkarinu en eru með fallegan sturtuklefa líka. Þeir sem ekki hafa pláss geta sett upp sturtuklefa með sturtuskilrúmi á baðkarsbrúninni.
Gler hefur verið mikið notað í sturtum og sturtuþiljum undandarin ár. Ólíkt ýmsum öðrum efnum sem notuð eru í sturtuklefa hefur vatnið engin áhrif á glerið. Það er ástæðan fyrir því að gler frá Glerborg hefur verið notað í sturtuklefana í mörgum af stærstu og flottustu hótelum landsins á undanförnum árum.
Það er hægt að gera ótrúlega margt við glerið áður en það er sett upp. Það er hægt að húða það, gegnlita, pússa, bora í það, grafa í það og frosthúða. Ímyndunaraflið er það eina sem stoppar þig frá því að fá sturtuna sem þig langar í.
Setjum upp heima hjá þér
Við hjá Glerborg getum sniðið sturtuklefana nákvæmlega eftir því plássi sem þú hefur til ráðstöfunar. Ekki kaupa tilbúna einingu sem passar illa ef þú getur látið sérsmíða fyrir þig inn í rýmið á þínu baðherbergi á góðu verði.
Við getum mælt fyrir sturtunni og komið svo og sett upp sturtuklefann ef þú óskar eftir því. Það eina sem þú þarft að gera er að velja rétta sturtuklefann fyrir þig. Kíktu í heimsókn í Glerborg í Mörkinni, skoðaðu úrvalið og fáðu góð ráð frá sérfræðingunum okkar.