
Hver hefur ekki lent í því á skrifstofunni að vilja rissa upp mynd fyrir samstarfsfólk sitt eða útskýra eitthvað á einfaldan hátt en finna ekki blað eða nógu gott svæði til að sýna mörgum það í einu?
Þú ert ekki einn í heiminum. Fleiri hafa lent í þessum óþægilegu aðstæðum á stöðum þar sem tússtöflur er ekki að finna.
Tússtöflur úr gleri eru bæði stílhreinar og falleg lausn fyrir fundarherbergið, kennslustofuna og fyrirlestrarsalinn. Þær er hægt að sníða að þörfum svo þær falli betur inn í umhverfið.
Það er frábært að teikna eða skrifa á tússtöflu úr gleri frá Glerborg. Og það sem meira er, það er ekkert mál að stroka út af töflunni með þurrkum klút eða pappír.
Við hjá Glerborg getum með skömmum fyrirvara útbúið tússtöflur í þeim stærðum sem henta viðskiptavinum. Það er líka hægt að fá tússtöflurnar í mismunandi litum og lífga upp á umhverfið.
Komdu í heimsókn og skoðaðu töflurnar. Það er frábært hugmynd að hafa nokkrar töflur á skrifstofunni. Þá geturðu leyft hugmyndunum að njóta sín eða skilið eftir skemmtileg skilaboð til samstarfsfólksins.