
Það hefur sjálfsagt ekki farið fram hjá mörgum sem heimsótt hafa verslun H&M í Smáralindinni að speglar eru allsráðandi í versluninni. Alls fóru yfir 1000 fermetrar af speglum í verkið og ekki er vitað til að meira magn prýði H&M verslun neins staðar í heiminum. Samkvæmt heimildum okkar voru forsvarsmenn verslunarkeðjunnar mjög ánægðir með hvernig verslunin kom út og hefur því verið fleygt að sérstök ánægja hafi verið með speglavinnuna í búningklefunum.
Við hjá Glerborg erum auðvitað í skýjunum með hvernig tókst til enda þýðir lítið að halda því fram að við séum best í speglum og gleri ef við getum ekki bakkað það upp. En að öllu gamni slepptu þá erum við gríðarlega ánægð með hvernig speglavinnan heppnaðist en því má til gamans geta að 2 millimetra bil er á milli allra spegla þannig að það má lítið útaf bera.
H&M verslunin var virkilega skemmtilegt verkefni sem við erum stolt af því að hafa tekið þátt í.