
Allir sem vilja skipuleggja vinnuna sína eða skýra málin fyrir vinnufélögum eða viðskiptavinum á fundum vita að tússtöflur eru ómissandi tæki á skrifstofunni. Þeir sem virkilega hafa áttað sig á því hvernig er hægt að nota töflurnar dreifa þeim gjarnan sem víðast á vinnustaðnum. Tússtöflur eru á sérstöku tilboði hjá Glerborg í janúar. Pantaðu strax og fáðu 30% afslátt.
Flestir sem notað hafa klassískar tússtöflur úr málmi kannast við að það getur verið erfitt að hreinsa tússið af þeim, ekki síst ef það fær að standa lengi eins og oft vill verða. Það er vandamál sem ekki hrjáir þá sem setja upp tússtöflur úr gleri enda auðvelt að þrífa allt af glerinu.
Við höfum þegar farið yfir hvernig hægt er að nota tússtöflur til að skipuleggja vinnuna, halda saman hugmyndum á hugarflugsfundum og skýra flókin mál á myndrænan hátt.
Það er líka hægt að nota tússtöflurnar til að ýta undir sköpunargleði á vinnustaðnum og bæta andann. Hægt er að leika ýmiskonar orðaleiki á góðri tússtöflu þar sem allir á vinnustaðnum geta tekið þátt þegar þeir eiga leið framhjá. Það er líka hægt að fá starfsmenn til að vinna saman að því að teikna eitthvað sem enginn veit hvað er. Þá má hver starfsmaður bara gera eitt beint strik og enginn veit hvað aðrir halda að sé að verða til á töflunni.
Notum snjallsímann
Svo er um að gera að nota tæknina og taka upp snjallsímann til að smella mynd af töflunni þegar eitthvað áhugavert hefur orðið til þar, hvort sem það er skýringarmynd eftir hugarflugsfund eða skemmtilegt bull sem starfsmennirnir hafa unnið saman.
Ætlar þú að efla andann og sköpunargleðina á þínum vinnustað? Kíktu þá til okkar í Glerborg í Mörkinni eða hafðu samband. Við sérsníðum tússtöflur sem henta þínu fyrirtæki og komum svo með þær og setjum upp. Mundu að það er 30% afsláttur af öllum tússtöflum hjá Glerborg í janúar. Ekki missa af góðri vöru á góðu verði.