×

FÁÐU AÐSTOÐ

FERLI PANTANA

1 Þú velur þér gler.
2 Glerið fer strax í framleiðslu.
3AFHENDING Þú kemur og sækir eða færð glerið sent.

Ef einhver vandamál koma upp varðandi gler frá okkur skaltu senda okkur tölvupóst glerborg@glerborg.is Takk fyrir!

OPNUNARTÍMAR

Mán-Föst 8:00 - 17:00
Lokað um helgar
GLERBORG

Glerborg býður þér að koma í kaffi til okkar í glæsilega verslun í Mörkinni 4, Reykjavík. Komdu og kíktu við. Það er opið frá kl. 8 til 17 alla virka daga.

SAGAN

SAGA GLERBORGAR

Í byrjun árs 2014 sameinuðust tvö rótgróin glerframleiðslufyrirtæki, Glerborg og Glerslípun & Speglagerð, undir nafni Glerborgar. Glerborg hefur verið starfrækt í rúm 40 ár eða frá árinu 1972. Glerslípun & Speglagerð var hinsvegar stofnað hálfri öld fyrr, eða 1922. Síðla árs 2014 stækkaði fyrirtækið enn þegar Glerborg og Emar Byggingavörur sameinuðust.

Glerborg og Glerslípun & Speglagerð hafa verið í fremstu röð á sínu sviði frá stofnun. Fyrirtækin hafa jafnan innleitt nýjungar og verið brautryðjendur í framleiðslunýjungum og sértækum lausnum jafnt fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

LEIÐANDI Á SVIÐI NÝJUNGA
Þar til Glerslípun & Speglagerð kom til sögunnar kom allt gler til landsins frágengið og tilbúið. Með tilkomu hins nýja fyrirtækis heyrði það sögunni til. Með tækninýjungum og nýjum framleiðsluaðferðum ruddi fyrirtækið brautina með því að vera fyrsta íslenska fyrirtækið til að bjóða fólki að sérsníða gler og spegla að þörfum þess.

Jafnframt voru fyrirtækin þau fyrstu til að innleiða nýjar og öflugar vélar og því leiðandi í þeim tækninýjungum sem einkenndu greinina á seinni hluta 20. aldar. Má þar nefna nýja tegund einangrunarglers, nýjungar í skurðartækni og sjálfvirka og afkastamikla samsetningarlínu sem þýddi að hægt var að líma glerið tvöfalt sem þá var alger nýbreytni. Glerborg var fyrsta fyrirtækið til að innleiða þessa tækni á Norðurlöndum.

Glerborg bæði framleiðir og flytur inn gler. Það flytur jafnframt inn viðhaldsfría PVC-u glugga, sólstofur, svalalokur, útihurðir, spegla, hert gler og öryggisgler. Þá býður Glerborg upp á fjölbreyttar lausnir í glerveggjum.

Frá stofnun Glerslípunar & Speglagerðar hefur fyrirtækið framleitt spegla og framkvæmt hverskonar glerslípun með sóma. Mikil þekking og reynsla varð til innan fyrirtækisins sem hefur eflst enn frekar sem hluti af Glerborg.

MEIRA ÚRVAL MEÐ EMAR
Á seinni hluta árs 2014 sameinuðust Glerborg og Emar byggingavörur. Maðurinn á bak við Emar er Eggert Marinósson. Hann hefur staðið fyrir innflutningi og sölu á gluggum frá Eystrasaltsríkjunum frá árinu 2006. Með sameiningunni jókst verulega úrval Glerborgar af ýmis konar trévöru og timburgluggum, sem og trégluggum sem klæddir eru að utan með áli

VINNUM SAMAN

AÐ BESTU LAUSNINNI FYRIR ÞIG

HAFÐU SAMBAND VIÐ GLERBORG

Mörkinni 4, 108 Reykjavík

565 0000

glerborg@glerborg.is
glerborg.is

TOP